Ferill 546. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 546 . mál.


1216. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, nr. 81/1988, með síðari breytingum.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fékk hún umsagnir frá flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar, heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og VSÍ.
    Með frumvarpi þessu er ætlunin að íslensk fyrirtæki, sem hafa starfsstöð innan varnarsvæðisins, skuli greiða gjöld til heilbrigðiseftirlits Suðurnesja í samræmi við það sem tíðkast á starfssvæði þess utan varnarsvæðisins. Til þessa hefur Flugmálastjórn greitt þann hluta gjalda sem ella hefðu komið í hlut eftirlitsskyldrar starfsemi með íslenskum fyrirtækjum innan varnarsvæðisins samkvæmt lögum um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, nr. 81/1988. Nefndinni þykir rétt að sömu lög gildi innan og utan varnarsvæðisins hvað þetta varðar.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins.
    Fjarstaddar afgreiðslu málsins voru Þuríður Pálsdóttir og Sigríður A. Þórðardóttir.

Alþingi, 6. maí 1993.



Sigbjörn Gunnarsson,

Margrét Frímannsdóttir.

Finnur Ingólfsson,


form., frsm.

með fyrirvara.



Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

Sólveig Pétursdóttir.

Ingibjörg Pálmadóttir,


með fyrirvara.



Lára Margrét Ragnarsdóttir.